í Óflokkað

Í evrópskum skrifum er Rómafólki (sígaunum) lýst sem framandi, ástríðufullu, seiðandi, frjálsu, ólæsu og ósiðmenntuðu. Færri vita að bókmenntir Rómafólks spanna meira en heila öld. 8. apríl er alþjóðlegur dagur Rómafólks og markmið hans er að vekja fólk til umhugsunar um menningu og sögu Rómafólks og vandamálum fólksins, en hópnum er lýst sem stærsta etníska minnihlutahópi í Evrópu. Af þessu tilefni ætlar Sofiya Zahova, nýdoktor og fræðimaður, við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að halda fyrirlestur tileinkaðan rithöfundum Rómafólks.

Fyrirlesturinn er á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og verður haldinn 6. apríl kl. 16-17 í fyrirlestrarsal Þjóminjasafnsins. Hann fer fram á ensku og allir eru velkomnir.

Aðrar fréttir
X