í Óflokkað

Stefnumót tungumála
Stúdentakjallarinn | Háskóli Íslands
Fimmtudagur 16. febrúar kl. 18.00

Nú gefst tækifæri til að spreyta sér á hinum ýmsu tungumálum eða miðla eigin móðurmáli til annarra.  Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. 

Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu.  Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála – og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína.

Uppákoman er samstarf Borgarbókasafnsins við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Mála- og menningardeild og námsleiðina Íslenska sem annað mál við Háskóla Íslands, félagið “Linguae” og Íslenskuþorpið. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis.

Hægt er að fylgjast með í Facebookhópnum Café Lingua – lifandi tungumál og á heimasíðu Borgarbókasafnsins www.borgarbokasafn.is

 

Aðrar fréttir
X