í Óflokkað

Staður: Stúdentakjallari Háskóla Íslands
Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 15.30 – 17.00

Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi spænsku, frönsku eða ítölsku? Talar þú eitt af þessum tungumálum sem móðurmál og hefur áhuga á deila því með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Nemendur og kennarar í spænsku, frönsku og ítölsku við Háskóla Íslands bjóða alla áhugasama um þessi þrjú tungumál sem töluð eru víða um heiminn til tungumálastefnumóts. Kynnt verða tækifæri í námi í rómönskum tungumálum við Háskóla Íslands.

Allir eru velkomnir!

Dúóið „La Belle et la Bête“ stígur á stokk og spilar tónlist á frönsku af sinni rómuðu snilld.

Café Lingua – lifandi tungumál er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Uppákoman er skipulögð í samstarfi við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, námsleið í íslensku sem annað mál, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Íslenskuþorpið við Háskóla Íslands.

 

Aðrar fréttir
X