í Fréttir

Málþing og sýning á dansk-íslenskri hönnun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands.

Fyrirlestrasalur i Veröld – húsi Vigdísar, fimmtudaginn 29. nóvember kl. 14.00-18.15.

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur fyrir málþinginu í samvinnu við Epal og sendiráð Dana á Íslandi. Viðburðurinn er hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands og styrktur af afmælisnefnd og danska menningarmálaráðuneytinu.

Dagskrá:

14.00-14.05 Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku: Ávarp

14.05-14.15 Eva Egesborg Hansen, sendiherra Dana: Setning

14.15-14.30 Kristján Garðarsson arkitekt: Dönsk hönnun í Veröld – húsi Vigdísar

14.30-15.00 Hans Henrik Sørensen, stjórnarformaður Onecollection: Finn Juhl og hans møbler – en glædesrejse

15.00-15.30 Æsa Sigurjónsdóttir, dósent í listfræði: Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl – hugarflug milli höggmyndar og hönnunar

15.30-16.00 Léttar veitingar í boði danska sendiráðsins

16.00-16.30 Arndís Árnadóttir hönnunarsagnfræðingur: Sveinn Kjarval og tengsl hans við danska hönnun

16.30-16.55 Hee Welling og Guðmundur Lúðvík Grétarsson arkitektar hjá Welling/Ludvik: Dansk-islandsk møbeldesign

16.55-17.25 Sigurður Einarsson, arkitekt: Dönsk-íslensk hönnun og samvinna um tónlistarhúsið Hörpu

Þátttakendum gefst tækifæri til að skoða hönnunarmuni í Veröld – húsi Vigdísar, m.a. húsgögn hönnuð af Finn Juhl og stóla Sveins Kjarvals. Auk þess verður komið upp lítilli sýningu á munum eftir danska og íslenska hönnuði.

Aðrar fréttir
X