í Óflokkað
Vigdísarstofnun og evrópska málfangasambandið ELRA (e. European Language Resources Association) hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sín á milli. Þetta var gert á vígsludegi Veraldar – húss Vigdísar, þann 20. apríl síðastliðinn. 
 
Khalid Choukri, forstöðumaður ELRA, Dr. Joseph Mariani, heiðursforseti ELRA, Auður Hauksdóttir, stjórnarformaður Vigdísarstofnunar, Sebastian Drude, forstöðumaður Vigdísarstofnunar, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, undirrituðu viljayfirlýsinguna. 
 
ELRA og Vigdísarstofnun munu eiga samstarf um það hvernig takast á við á tæknilegar breytingar svo að öll tungumál geti þrifist í stafrænum heimi. Verkefnin verða af ýmsum toga. 
 
ELRA og Vigdísarstofnun munu vinna saman að útgáfu og kynningum á ráðstefnum og hafa samþykkt að halda reglulega fundi til að deila skoðunum og áætlunum um ýmis mál. Að minnsta kosti einn viðburður verður skipulagður á hverju ári, ýmist í Reykjavík eða París. 
Aðrar fréttir
X