Hólmfríður Garðarsdóttir

  Hólmfríður Garðarsdóttir

  Prófessor í spænsku við Háskóla Íslands

  Aðsetur: Veröld – hús Vigdísar, sími 525-5186,

  netfang: holmfr@hi.is.

  Heimasíða Hólmfríðar Garðarsdóttur

  University of Iceland
  Vigdís Finnbogadóttir Institute of Foreign Languages
  Brynjólfsgötu 1
  IS-107 Reykjavik
  Iceland
  +354-5254569

  Um mig

  Hólmfríður lauk doktorsnámi í bókmenntum og spænsku með áherslu á bókmenntir Rómönsku Ameríku frá Texas-háskóla í Austin í Bandaríkjunum árið 2001, meistaraprófi frá sama háskóla árið 1996, B.Ed.-prófi frá Háskóla Íslands árið 1993 og BA-gráðu í spænsku frá Háskóla Íslands árið 1988.

  Rannsóknasvið hennar er kvikmyndasaga og kvikmyndagerð í Rómönsku Ameríku samtímans, bókmenntir minnihlutahópa í Mið-Ameríku með sérstakri áherslu á bókmenntir frá Karíbahafsstönd landa eins og Kosta Ríka, Panama, Níkaragva og Hondúras og bókmenntir Rómönsku Ameríku með áherslu á samtímabókmenntir skrifaðar af konum og þá einkum bókmenntir argentínskra kvenna eftir 1990.

  Um þessar mundir vinnur Hólmfríður að bók um málefni minnihlutahópa við Karíbahafsströnd Mið-Ameríkuríkja.

  Fyrirlestrar
  Nám og störf
  Kennsla
  Rannsóknarverkefni
  Styrkir
  Ritaskrá
  CV pdf
  X