í Fréttir, News

Bókin Languages open up Worlds – Words for Vigdís er komin út, en hún er ensk þýðing bókarinnar Tungumál ljúka upp heimum – Orð handa Vigdísi. Meg Matich þýddi. 

Í bókinni skrifa 27 íslenskir rithöfundar um tungumálið. Textarnir eru skrifaðir til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur og þeim er ætlað að vekja lesendur til vitundar um mikilvægi tungumála, fegurð þeirra, dýpt og margbreytileika. Þeir sýna hagnýtt og menningarlegt gildi þess að kunna erlend mál og geta stigið inn fyrir þröskuld ólíkra menningarheima.

Bókin kom út í danskri þýðingu árið 2018 og er bókin því nú orðin fáanleg á þremur tungumálum.

Höfundar efnis í bókinni eru margir fremstu rithöfundar landsins, en það eru þau:

Andri Snær Magnason, Auður Jónsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Árni Bergmann, Bragi Ólafsson, Einar Már Guðmundsson, Eiríkur Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Friðrik Rafnsson, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hermann Stefánsson, Jón Kalman Stefánsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Matthías Johannessen, Njörður P. Njarðvík, Oddný Eir Ævarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Rúnar Helgi Vignisson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sölvi Björn Sigurðsson, Thor Vilhjálmsson og Vigdís Grímsdóttir.

Allar útgáfur fá nýja kápu

Samhliða nýju þýðingunni hafa allar bækurnar fengið andlitslyftingu í formi nýrrar kápu. Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður, gerði kápurnar. 

Bækurnar verða fáanlegar í bókabúðum innan tíðar. Hægt er að kaupa allar bækurnar í Veröld – húsi Vigdísar á skrifstofutíma, virka daga milli 9 og 17, eða eftir samkomulagi. Bækurnar eru á tilboðsverði í Veröld, eintakið kostar 3.500 krónur.  Einnig er hægt að panta bækurnar í gegnum netfangið infovigdis@hi.is.

Aðrar fréttir
X