í Óflokkað

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfunni, með liðsinni Málvísindastofnunar, greinasafnið An Intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson/Festschrift til heiðurs Pétri Knútssyni.

Ritið er gefið út Pétri Knútssyni til heiðurs en haustið 2012 lét hann af störfum sem dósent í ensku eftir farsælt starf við Háskóla Íslands. Bókin er þakklætisvottur samstarfsfólks Péturs fyrir margvíslegt framlag hans til kennslu, stjórnunar og rannsókna.

Greinarnar skrifuðu Martin Regal („For Pete’s Sake: A Playful Tribute“), Matthew Whelpton („Thumbing the Wind: Pétur and Jackendoff’s Parallel Architecture“), Ásdís R. Magnúsdóttir („Um þýðingu syndarinnar í Sögunni um gralinn og Parcevals sögu“), Veturliði G. Óskarsson („Frumtexti og þýðing: Um íslenskar þýðingar úr ensku á 15. öld“), Rúnar Helgi Vignisson („Svigrúm þýðandans – með hliðsjón af þýðingum á verkum J. M. Coetzee“), Guðrún Björk Guðsteinsdóttir („Jóhann Magnús Bjarnason’s Contrapuntal Young Icelander“), Julian Meldon D’Arcy („A Spanish Philosopher and the Aesthetics of American Sports: George Santayana’s The Last Puritan and the Literary Demise of the Ivy League Football Hero“), Ingibjörg Ágústsdóttir („“The story that history cannot tell”: Female Empowerment and the Frailties of Queenship in Philippa Gregory’s Historical Novels“), Hólmfríður Garðarsdóttir („Uppstokkun staðalmynda um Rómönsku Ameríku: Áhrif þýðinga“), Annemette Hejlsted („The Scandinavian Feminist Crime Novel: An Intersection Between Art and Culture“), Birna Arnbjörnsdóttir („The Spread of English in Iceland“), Auður Hauksdóttir („Enska í framhaldsnámi Íslendinga í Danmörku“), Höskuldur Þráinsson („A Number of People: A Puzzle for Peter“), Kristján Árnason („Phonological Abstractness and Morpho-Phonemics“), Margrét Jónsdóttir („Breytingar og breytileiki í hegðun sagnarinnar kvíða“), Magnús Snædal („Smámunir tengdir Codex argenteus: Ensku tengslin“), og Þórhallur Eyþórsson („The Insular Nordic Experimental Kitchen: Changes in Case Marking in Icelandic and Faroese“).

Ritstjórar voru Matthew Whelpton, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir og Martin Regal sem einnig rituðu inngang.

Bókin er 354 bls. að lengd.

Aðrar fréttir
X