Boðið verður upp á dagskrá í Veröld – húsi Vigdísar þann 21. febrúar í tilefni Alþjóðlega móðurmálsdagsins. Deginum hefur verið fagnað árlega frá árinu 2000, til að stuðla að fjölbreytni í tungumálum, menningu og fjöltyngi. Hugmyndin að Alþjóðlega móðurmálsdeginum fæddist í Bangladesh en UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir árið 1999 að dagurinn skyldi tileinkaður móðurmálinu á heimsvísu.
Dagskrá og nánari upplýsingar um viðburðinn birtast síðar