mars, 2023
Tvær nýútkomnar bækur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur verða kynntar á samkomu á Heimasvæði tungumálanna á 2. hæð í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudaginn 2. mars kl. 16:30-18:00. Bækurnar eru Að vestan. Íslensk-kanadískar
Tvær nýútkomnar bækur Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur verða kynntar á samkomu á Heimasvæði tungumálanna á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar, fimmtudaginn 2. mars kl. 16:30-18:00.
Bækurnar eru Að vestan. Íslensk-kanadískar smásögur í þýðingu Guðrúnar Bjarkar Guðsteinsdóttur og Hjónaband rauðu fiskanna eftir Guadalupe Nettel í þýðingu Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur.
Frásagnargleði er í fyrirrúmi í Að vestan og opna sögurnar nýja og óvænta hugarheima. Í smásögum sínum leitar Guadalupe Nettel í dýraríkið til að kanna hegðun mannfólksins.
Guðrún og Kristín segja frá verkunum lesa valda kafla. Bækurnar verða til sölu á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar.
Verið öll hjartanlega velkomin.
(Fimmtudagur) 16:30 - 18:00
Veröld - hús Vigdísar, 2. hæð
03mar10:0015:00Vinnustofa verkefnisins RomIs: Saga og etnógrafía Rómafólks á Íslandi10:00 - 15:00
Þann 27. janúar 2023 stendur Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar fyrir vinnustofu þar sem fjallað verður um nýjustu rannsóknir á stöðu fjölmenningar á Íslandi og fólksflutningum til landsins.
Þann 27. janúar 2023 stendur Vigdísarstofnun – alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar fyrir vinnustofu þar sem fjallað verður um nýjustu rannsóknir á stöðu fjölmenningar á Íslandi og fólksflutningum til landsins. Þátttakendur eru fræðimenn á sviði innflytjenda- og flóttamannanmála sem munu taka þátt í þverfaglegum samræðum um áhrif rannsókna, rannsóknaraðferðir og -niðurstöður.
Vinnustofan er hluti af verkefninu RomIs: History and Ethnography of Roma in Iceland sem styrkt er af Rannsóknasjóði Íslands (RANNÍS). Meginmarkmið RomIs verkefnisins er tvíþættur – að koma í fyrsta sinn á framfæri alhliða sögulegri frásögn af veru Rómafólks á Íslandi og rannsaka með etnógrafískum aðferðum samfélag Rómafólks á Íslandi og hvernig það fellur inn í íslenskt þjóðfélag samtímans.
(Föstudagur) 10:00 - 15:00
8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í tilefni dagsins verður efnt til málþings á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands í
Dagskrá:
(Miðvikudagur) 18:00 - 20:00
Auðarsalur
Brynjólfsgata 1
21mar16:3017:30Krossljóð16:30 - 17:30 Veröld - hús Vigdísar, 2. hæðViðburður :Viðburðir
Í tilefni af Alþjóðadegi ljóðsins efnir Vigdísarstofnun til samræðu um ljóðaþýðingar í Veröld – húsi Vigdísar, 2. hæð, þriðjudaginn 21. mars kl. 16.30. Dagskrá: Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld segir frá nýjustu bók
Í tilefni af Alþjóðadegi ljóðsins efnir Vigdísarstofnun til samræðu um ljóðaþýðingar í Veröld – húsi Vigdísar, 2. hæð, þriðjudaginn 21. mars kl. 16.30.
Dagskrá:
Dagskráin fer fram á íslensku. Aðgangur ókeypis og öll velkomin!
(þriðjudagur) 16:30 - 17:30
Veröld - hús Vigdísar, 2. hæð
Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191 / 525 4281
Kt. 600169-2039
Hér erum við!
Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00