desember, 2019
Fjallað verður um fagtengda tungumálakennslu og þarfir atvinnulífsins þar að lútandi á málþingi í Veröld - húsi Vigdísar þann 3. desember kl. 16:30. Málþingið er haldið til minningar um Erlendínu Kristjánsson,
Fjallað verður um fagtengda tungumálakennslu og þarfir atvinnulífsins þar að lútandi á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar þann 3. desember kl. 16:30.
Málþingið er haldið til minningar um Erlendínu Kristjánsson, sem starfaði sem aðjúnkt í ensku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.
Þátttakendur:
Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor í annarsmálsfræðum og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Guðný Ósk Laxdal, stundakennari við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins
Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar
María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður stjórnar Hæfnisetursins.
Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar
(þriðjudagur) 16:30 - 18:00
Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur
Brynjólfsgata 1
Útgáfu bókarinnar Languages Open up Worlds – Words for Vigdís verður fagnað með útgáfuhófi í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 5. desember kl. 16:30. Bókin er ensk þýðing bókarinnar Tungumál
Útgáfu bókarinnar Languages Open up Worlds – Words for Vigdís verður fagnað með útgáfuhófi í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 5. desember kl. 16:30. Bókin er ensk þýðing bókarinnar Tungumál ljúka upp heimum – Orð handa Vigdísi.
Ásdís R. Magnúsdóttir, ritstjóri bókarinnar og formaður stjórnar Vigdísarstofnunar, kynnir bókina. Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur les sinn texta úr bókinni og Vigdís Finnbogadóttir áritar. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Hægt verður að kaupa allar þrjár útgáfur bókarinnar á staðnum, íslensku, dönsku og ensku. Eintakið kostar 3.500 krónur á tilboðsverði.
Strax í kjölfar útgáfuhófsins verður hátíðarsamsöngur Café Lingua – Heimsins jól, haldinn í Veröld.
Verið velkomin í notalega stund í Veröld – húsi Vigdísar á aðventunni.
(Fimmtudagur) 16:30 - 17:30
Café Lingua er í hátíðarskapi í desember og blæs til jólasamsöngs. Múltíkúltíkórinn, undir stjórn Margrétar Pálsdóttur, fær gesti til að syngja með sér jólalög á ýmsum tungumálum í Veröld –
Café Lingua er í hátíðarskapi í desember og blæs til jólasamsöngs. Múltíkúltíkórinn, undir stjórn Margrétar Pálsdóttur, fær gesti til að syngja með sér jólalög á ýmsum tungumálum í Veröld – húsi Vigdísar fimmtudaginn 5. desember. Dagskráin hefst kl. 17.30. Sungið verður á arabísku, dönsku, ensku, frönsku, íslensku, króatísku, lúganda, norsku, portúgölsku, pólsku, serbnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tagalog, þýsku og jafnvel fleiri málum.
“Café Lingua – lifandi tungumál” er tungumálavettvangur á vegum Borgarbókasafnsins í samstarfi við ýmsa aðila í samfélaginu. Eitt af markmiðum Café Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva að og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua er gátt inn í mismunandi tungumála – og menningarheima og tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á hinum ýmsu tungumálum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
(Fimmtudagur) 17:30 - 19:00
Háskóli Íslands
Brynjólfsgötu 1
107 Reykjavík
s: 525 4191 / 525 4538
Kt. 600169-2039
Hér erum við!
Veröld – hús Vigdísar 9:00-17:00