november, 2019

28nov17:0018:30Guðbergur og Pessoa - útgáfufagnaður17:00 - 18:30 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1Viðburður :Viðburðir

Event Details

Útgáfufagnaður vegna bókanna Heiman og heim. Sköpunarverk Guðbergs Bergssonar og Skáldið er eitt skrípatól. Um Ævi og skáldskap Fernando Pessoa, verður haldinn í fyrirlestrasal Veraldar–húsi Vigdísar, 28. nóvember 2019 kl. 17-18:30.

Dagskrá:

  • Birna Arnbjörnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, býður fólk velkomið og stjórnar dagskrá
  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ávarpar samkomuna
  • Birna Bjarnadóttir, verkefnisstjóri við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, segir fáein orð um bókina Heiman og heim. Sköpunarverk Guðbergs Bergssonar
  • Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingarfræðum, les úr Heiman og heim
  • Guðbergur Bergsson, skáld og þýðandi, segir fáein orð um portúgalska rithöfundinn Fernando Pessoa og les ljóð úr bókinni Skáldið er eitt skrípatól

***

Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson spila tónlist.

Allir hjartanlega velkomnir ― léttar veitingar.

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, JPV útgáfu og Hins íslenska bókmenntafélags.

 

Nánar um bækurnar:

 

Heiman og heim. Sköpunarverk Guðbergs Bergssonar
Hið íslenska bókmenntafélag og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Úr viðtali Kristínar Ómarsdóttur við Guðberg:

Sautján: 

Hvernig meturðu mikilvægi bókmennta fyrri tímana sem við lifum á?

Mikilvægi bókmennta er það að hvergi annars staðar en í þeim getur lífið lifað af hörmungar á flestum sviðum mannlífsins.

Bókin Heiman og heim. Sköpunarverk Guðbergs Bergssonar geymir sýn erlendra og innlendra skálda, rithöfunda, myndlistarmanna, þýðenda og fræðimanna á sköpunarverk Guðbergs. Hún byggir að stórum hluta á erindum sem flutt voru honum til heiðurs á alþjóðlegu málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands 1. júní 2013 og við veitingu heiðursdoktorsnafnbótar þann sama dag. Í bókinni birtist einnig æviágrip Guðbergs Bergssonar og fáeinar ljósmyndir úr lífi hans, þökk sé Guðbergsstofu, safni um líf og feril Guðbergs í Kviku, auðlinda- og menningarhúsi.

Ritstjóri bókarinnar er Birna Bjarnadóttir.

 

 

 

Skáldið er eitt skrípatól. Um Ævi og skáldskap Fernando Pessoa
Forlagið útgáfa

Hann liðaðist sundur við yrkingar en rann um leið saman við hið þekkta og óþekkta í tilverunni. Mikið skáld yrkir ofar sjálfu sér og lyftist þannig upp á æðri svið …

Portúgalski rithöfundurinn Fernando Pessoa (1888–1935) er einn máttarstólpa í menningarumræðu á tuttugustu öld. Hann var ljóðskáld, gagnrýnandi, heimspekingur og þýðandi en lengi framan af vissu menn ekki hvernig taka átti orðum hans, hver mælti hverju sinni, því hann skrifaði ekki alltaf undir eigin nafni. Hann skapaði í huga sér ótal ólík skáld og orti fyrir munn þeirra, þau helstu voru Alberto Caeiro, Alvaro de Campos og Ricardo Reis. Guðbergur Bergsson þýðir af stakri snilld meginhluta kvæðasafns Pessoa – greinir frá uppvexti hans og helstu áhrifavöldum og skýrir að auki þann bakgrunn sem mótaði skáldið.

Time

(Thursday) 17:00 - 18:30

Location

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

X