mars, 2023

21mar16:3017:30Krossljóð16:30 - 17:30 Veröld - hús Vigdísar, 2. hæðViðburður :Viðburðir

Upplýsingar um Viðburð

Í tilefni af Alþjóðadegi ljóðsins efnir Vigdísarstofnun til samræðu um ljóðaþýðingar í Veröld – húsi Vigdísar, 2. hæð, þriðjudaginn 21. mars kl. 16.30.

Dagskrá:

  • Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld segir frá nýjustu bók sinni, Krossljóð, og samtali við önnur ljóðskáld sem endurspeglast í bókinni.
  • Luciano Dutra ræðir um verkefni sitt þar sem hann þýðir norræn ljóðskáld yfir á portúgölsku og hvernig sú hugmynd kom til.
  • Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands fjallar um ljóðaþýðingar á „andspyrnuljóðum“ frá Rómönsku Ameríku yfir á íslensku.
  • Gísli Magnússon prófessor í dönskum bókmenntum stýrir umræðum.

Dagskráin fer fram á íslensku. Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

facebook

Tími

(þriðjudagur) 16:30 - 17:30

Staðsetning

Veröld - hús Vigdísar, 2. hæð

X