ágúst, 2023

15ág(ág 15)09:0018(ág 18)17:00Ráðstefnan EUROCALL 202309:00 - 17:00 (18) Veröld – House of VigdísViðburður :Ráðstefna

Upplýsingar um Viðburð

Greinakall: Alþjóðleg EUROCALL-ráðstefna 15.–18. ágúst 2023 við Háskóla Íslands.

Þema ráðstefnunnar er tæknistutt nám og kennsla (e. CALL) fjölbreytilegra tungumála. Hún er haldin í samstarfi Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðstefnan hefst 15. ágúst með vinnustofu um tæknistudda málakennslu m.a. með tilliti til tungumála frumbyggja og tungumála sem eru í útrýmingarhættu en í kjölfarið verður boðið upp á heilsdagsráðstefnu dagana 16.–18. ágúst.

Þemu ráðstefnunnar eru eftirfarandi en fleiri þemu tengd tæknistuddu málanámi koma einnig til greina:

 • Kennsla og nám frumbyggjamála með aðstoð tækni.
 • Kennsla og nám tungumála í útrýmingarhættu með aðstoð tækni.
 • Kennsla og nám fámennistungumála með aðstoð tækni.
 • Kennsla og nám fornmála með aðstoð tækni.
 • Kennsla og nám táknmáls með aðstoð tækni.
 • Málanám fyrir blinda og sjónskerta með aðstoð tækni.
 • Varðveisla, skrásetning og endurvakning tungumála.
 • Tæknistudd fjarkennsla og -nám.
 • Málanám í fjarsamvinnu (e. telecollaboration).
 • Viðbótarveruleiki (e. augmented reality) og sýndarveruleiki (e. virtual reality) í tæknistuddu málanámi.
 • Tæknistutt málanám í og án hátækniumhverfis.
 • Námsmat í tæknistuddu málanámi.
 • Kennaraþjálfun og tæknistudd málakennsla.
 • Námsstjórnunarkerfi í tæknistuddu málanámi.
 • Málanám á og utan rauntíma (e. synchronous; asynchronous).
 • Tæknistutt nám og kennslufræði tungumála.

Skil á ágripum
Ágrip (500 orð að hámarki) skal senda inn í gegnum OpenConf-kerfi milli 15. desember 2022 og 15. febrúar 2023: https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php.

Hægt er að senda inn ágrip sem varða ráðstefnugreinar, málþing, evrópsk verkefni, veggspjöld og kynningar á vinnustofum sem verða haldnar í aðdraganda ráðstefnunnar.

 1. Ráðstefnugreinar
  Kynning á greinum skal vera 20 mínútna löng (15 mín. kynning auk 5 mín. fyrir spurningar/umræður). Ágrip tengd evrópskum verkefnum á að senda inn í gegnum OpenConf-kerfið (https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php).

Hægt er að senda inn ágrip af þrenns konar greinum:

 1. Með áherslu á rannsóknarefni sem hafa hagnýtt samfélagslegt gildi. Rökstuðningur og stutt yfirlit um rannsókn skulu fylgja. Hagnýtar og fræðilegar rannsóknir eiga við hér.
 2. Um þróunarverkefni með áherslu á t.d. þróun kennslufræði, forrita og tækja sem styðja við tæknistudda málakennslu. Greinar verða að fjalla um nýjar rannsóknir og hagnýtt gildi þeirra og einnig hvernig hægt er að bæta kennsluaðferðir í tungumálakennslu.
 3. Um námsmat og forprófun tóla og tækja fyrir málakennslu í margvíslegu umhverfi. Greina skal til dæmis frá því hvernig nemendur og kennarar nota mismunandi tól og tæki í tungumálakennslu, hvernig kerfið metur árangur nemenda, hvernig tól og tæki ýta undir námsárangur og hvaða aðferðir kennarar nota í tæknistuddri málakennslu.
 1. Málþing
  Málþing byggjast á þremur eða fjórum kynningum á ráðstefnugreinum sem fjalla um sameiginlegt þema. Lengd hverrar kynningar skal vera 10-15 mínútur. Sá sem sækir um málþingið skal einnig vera skipuleggjandi þess og tengiliður milli þátttakenda í málþinginu og skipuleggjenda ráðstefnunnar EUROCALL 2023. Þema hvers málþings á að tengjast þemum ráðstefnunnar. Pallborðsumræður mega vera að hámarki 60 mínútur og þátttakendur skipta með sér úthlutuðum tíma. Ágrip tengd evrópskum verkefnum á að senda inn í gegnum OpenConf-kerfið (https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php).
 1. Evrópsk verkefni
  Boðið er upp á pallborðsumræður þar sem hægt er að kynna ýmiss konar verkefni sem eru studd af Evrópusambandinu. Hver kynning ásamt umræðutíma má vera 30 mínútur. Ágrip tengd evrópskum verkefnum á að senda inn í gegnum OpenConf-kerfið (https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php).
 1. Veggspjöld
  Veggspjöld varða stuttar og myndrænar kynningar á rannsóknarverkefnum, verkefnum í vinnslu, þróunarverkefnum eða á fræðilegum ritgerðum, s.s. loka-, meistara- og doktorsverkefnum. Efni þeirra á að beinast að fjölbreyttum hópi ráðstefnugesta sem hefur áhuga á kennslu og námi tungumála með aðstoð tækni. Háskólanemendur eru sérstaklega hvattir til að senda inn ágrip sem varða eigin verkefni. Tvenns konar verðlaun verða veitt í viðurkenningarskyni til nemenda vegna framúrskarandi verkefna: meistara- eða doktorsverkefna og annarra rannsóknarverkefna. Ágrip tengd evrópskum verkefnum á að senda inn í gegnum OpenConf-kerfið (https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php). 
 1. Vinnustofur
  Vinnustofur verða haldnar daginn áður en ráðstefnan hefst; hámarkslengd er 90 mínútur. Hægt er að skipuleggja tvær vinnustofur ef tími einnar vinnustofu dugar ekki; í þeim tilvikum verður að gæta þess í skipulagi að þátttakendur geti sótt báðar vinnustofurnar í heild eða aðra þeirra. Vinnustofurnar eiga að hafa hagnýtt gildi og veita fræðslu um nýjustu tæki og aðferðir á sviði tæknistudds tungumálanáms. Ágrip tengd evrópskum verkefnum á að senda inn í gegnum OpenConf-kerfið (https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php).

Tillögur að vinnustofum sendist á Word-sniði (500 orð að hámarki) á netfangið international@arnastofnun.is með yfirskriftinni „EUROCALL 2023“. Eftirfarandi upplýsingar skulu fylgja: Þema og heiti vinnustofu auk nafna skipuleggjenda og stofnunar sem þeir heyra undir.

Um snið ágripa
Senda skal ágrip af hvers konar kynningum á Word-sniði en þau þurfa að taka mið af þemum ráðstefnunnar sem eru kynnt hér ofar. Hámarksorðafjöldi er 500 fyrir utan upplýsingar um titil erindis, nöfn og stofnun.

Hvernig skal senda inn ágrip?
Ágrip skal senda inn á OpenConf-kerfið (https://www.openconf.org/eurocall2023/openconf.php).

Hafa samband
Allar fyrirspurnir um ráðstefnuna skal senda til international@arnastofnun.is með yfirskriftinni „EUROCALL 2023“.

 

Sjá allar nánari upplýsingar á vefsíðu ráðstefnunnar: https://vigdis.hi.is/en/events/eurocall-2023/

 

Verndum umhverfið:
Við viljum leggja okkar af mörkum til að draga úr áhrifum kolefnislosunar. Eitt tré verður gróðursett fyrir hvern þátttakanda á ráðstefnunni; verður það gert í samvinnu við fyrirtækið Kolviður.

 

Tími

15 (þriðjudagur) 09:00 - 18 (Föstudagur) 17:00

Staðsetning

Veröld – House of Vigdís

X