march, 2021

23mar12:0012:30Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing íslensku bankanna12:00 - 12:30 Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur, Brynjólfsgata 1Viðburður :Viðburðir

Event Details

Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku, og Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, halda fyrirlesturinn “Glæpasagnahöfundurinn Þráinn Bertelsson og einkavæðing íslensku bankanna”.

Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 23. mars.

Spennusagan Dauðans óvissi tími (2004) eftir Þráinn Bertelsson kom út tæpum fjórum árum fyrir gjaldþrot íslensku bankanna 2008 en er samt sem áður eitt af brautryðjendaverkum íslenskra hrunbókmennta. Þarna fléttast tvær frásagnir saman. Annars vegar segir af kaupsýslumanninum Haraldi Rúrikssyni sem kaupir Þjóðbanka Íslands eftir að hafa auðgast af rekstri og sölu bruggverksmiðju í Rússlandi. Hins vegar segir af æskuvinunum Þorgeiri Hákonarsyni og Þormóði Bjarnasyni sem ræna útibú Þjóðbankans við Vesturgötu og skjóta til bana aldraðan sjónarvott að ráninu. Í nýlegu riti um íslenskar hrunbókmenntir heldur Alaric Hall því fram að flestir þeirra íslensku spennusagnahöfunda sem fjalla um hrunið haldi sig innan raunsæishefðarinnar og þó að þeir stingi á ýmsum félagslegum kýlum efist þeir sjaldnast um ágæti hins kapítalíska kerfis eða lýsi öðrum valkostum, enda sé litið „á sérhverja róttæka gagnrýni á samfélagið eða tilraun til að ímynda sér annars konar samfélög sem ‚óraunsæja‘“.  Í fyrirlestrinum verður rætt hvort og hvernig þessi gagnrýni á við um Dauðans óvissa tíma. Ljóst er tilgangur Þráins með því að skrifa söguna var pólitískur og beindist m.a. að þeirri einkavæðingu ríkiseigna sem er einn af hornsteinunum í stefnu nýfrjálshyggjunnar.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Facebook viðburður

Time

(Tuesday) 12:00 - 12:30

Location

Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur

Brynjólfsgata 1

X