march, 2021

09mar12:0012:30„Sá dagur mun koma að hönd mín verður mér fjarlæg": Um ritmiðillinn Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge og ósjálfráð skrif12:00 - 12:30 Event Organized By: Vigdísarstofnun Viðburður :Viðburðir

Event Details

Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “„Sá dagur mun koma að hönd mín verður mér fjarlæg”: Um ritmiðillinn Rilke, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge og ósjálfráð skrif”.

Í erindinu er fjallað um verk austurrísk-ungverska skáldsins Rainers Marias Rilke, tengsl þeirra við hefð spíritisma og ósjálfráð skrif. Í brennidepli er eina skáldsaga Rilkes, Minnisblöð Maltes Laurids Brigge frá árinu 1910. Um leið er hugað að hlutverki spíritisma og annarra dulspekistrauma við mótun framsækinna nútímabókmennta á öndverðri tuttugustu öld.

Fyrirlesturinn birtist á facebook síðu Vigdísarstofnunar þann 9. mars.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

Facebook

Time

(Tuesday) 12:00 - 12:30

Organizer

Vigdísarstofnun

X