september, 2019
Hnattvæðing, fjölmiðlun og menning: Ofsögum sagt af heimsþorpinu?
-
Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur
- Brynjólfsgata 1

Event Details
Ragnar Karlsson flytur fyrirlesturinn "Hnattvæðing, fjölmiðlun og menning: Ofsögum sagt af heimsþorpinu?" í Veröld - húsi Vigdísar 10. september kl. 16.30.
Event Details
Ragnar Karlsson flytur fyrirlesturinn „Hnattvæðing, fjölmiðlun og menning: Ofsögum sagt af heimsþorpinu?“ í Veröld – húsi Vigdísar 10. september kl. 16.30.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um áhrif hnattvæðingar á fjölmiðla og flæði fjölmiðlaefnis yfir landamæri. Skyggnst verður að baki hugmyndum um hnattvæðingu og hvað hún feli í sér fyrir fjölmiðlun og menningu smáþjóða og örsamfélaga. Spurt verður hvort hugmyndir og væntingar um heimsþorpið eigi við rök að styðjast eða hvort aukið flæði fjölmiðlaefnis hafi fest frekar í sessi ójöfn valdahlutföll milli þjóða og heimshluta.
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Blaða- og fréttamennsku og Fjölmiðla- og boðskiptafræði við Háskóla Íslands.
Time
(Tuesday) 16:30 - 17:30
Location
Veröld - hús Vigdísar, fyrirlestrasalur
Brynjólfsgata 1
Organizer
Vigdísarstofnun