september, 2021

23sep17:0020:30Vestnorræni dagurinn17:00 - 20:30 Norræna húsiðViðburður :Viðburðir

Event Details

Málstofan West Nordic futures. Greenlandic and Faroese perspectives og sýning færeysku kvikmyndarinnar SKÁL

Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu með fjölbreyttri dagskrá fimmtudaginn 23. september.
Þema dagsins í ár verður samstarf milli Vestnorrænu þjóðanna. Hvar liggja helstu áskoranir í samstarfi landanna? Hver eru tækifærin og hverjar eru væntingarnar til þess?

Dagskráin í Norræna húsinu er unnin í samstarfi við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Færeyska sendiráðið á Íslandi og Grænlenska sendiráðið á Íslandi.

Ath: Þar sem fjöldi áhorfenda er takmarkaður vegna sóttvarnareglna eru þátttakendur beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið infovigdis@hi.is. Vinsamlegst látið vita svo við getum hámarkað sætanýtingu.

Dagskrá:

17.00-18.00     Málstofa á vegum Vigdísarstofnunar.


Fyrirlesarar:
Dr. Ann-Sofie Gremaud, Mála- og menningardeild Háskóla Íslands: Opening remarks
Sigurður Ólafsson, Secretary General at The West Nordic Council: Current conditions for West Nordic collaborations
Dr. Sumarliði Ísleifsson, Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands: Centuries as neighbors
Halla Nolsøe Poulsen, sendifulltrúi Færeyja á Íslandi: Faroese visions for West Nordic collaborations
Tove Søvndahl Gant, sendifulltrúi Grænlands á Íslandi: Greenlandic visions for West Nordic collaborations

18.00-18.30     Móttaka með Vestnorrænum veitingum.

18.30-20.00     Kvikmyndasýning: SKÁL (færeysk kvikmynd frá 2021, https://cphdox.dk/film/skál/). Eftir sýninguna sitja leikarar myndarinnar fyrir svörum.

Dagskráin fer fram á ensku. 

Vestnorræni dagurinn er haldinn hátíðlegur þann 23. september ár hvert til að auka samvinnu og samkennd milli nágrannalandanna þriggja, Færeyja, Grænlands og Íslands. Umsjón með deginum er í höndum mennta- og menningarmálaráðuneytis í hverju landi, en dagurinn er haldinn hátíðlegur í öllum þremur löndunum á sama tíma.

 

 

Time

(Thursday) 17:00 - 20:30

Location

Norræna húsið

X