september, 2020
23sep12:3019:00Vestnorræni dagurinn12:30 - 19:00 Norræna húsið

Event Details
Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu ár með fjölbreyttri dagskrá miðvikudaginn 23. september. Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands. Í hádeginu verða
Event Details
Vestnorræna deginum verður fagnað í Norræna húsinu ár með fjölbreyttri dagskrá miðvikudaginn 23. september. Markmið dagsins er að styrkja og gera sýnilegt menningarsamstarf milli Færeyja, Grænlands og Íslands.
Í hádeginu verða umræður um mikilvægi vestnorrænnar samvinnu með þátttöku Silju Daggar Gunnarsdóttur, forseta Norðurlandaráðs, og Sigurðar Inga Jónssonar, samstarfsráðherra Norðurlanda.
Á umræðufundi kl. 17 verður kastljósinu beint að ungmennum á vestnorræna svæðinu og hvernig þau upplifa tungumálið sem hluta af sinni sjálfsmynd og framtíðaráformum. Meðal þátttakenda á fundinum verður fagfólk á sviði tungumála, listamaðurinn Kristinn Óli Haraldsson (Króli) og litháískur menntaskólanemi sem hefur búið á Íslandi í fjögur ár.
Um kvöldið verður boðið upp á örtónleika með færeyska tónlistarmanninum Janus Rasmussen sem tilnefndur er til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Lesa meira
Vegna gildandi reglna um samkomur er gestafjöldi takmarkaður en hleypt verður inn meðan húsrúm leyfir. Allri dagskránni verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef og facebooksíðu hússins.
Dagskrá
Kl. 12.30-13.30 – Hádegisfundur um mikilvægi norrænar samvinnu. Ræðumenn verða Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, og Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs. Umræður í kjölfarið. Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður. Lesa meira.
Kl. 17.00-18.30 – Umræðufundur um tengsl tungumála við sjálfsmynd og framtíðarhorfur ungs fólks. Erindi frá neðangreindum og pallborðsumræður. Jói P og Króli taka lagið í lokin.
- Kveðja frá Vestnorræna ráðinu – Guðjón S. Brjánsson, formaður Vestnorræna ráðsins.
- Myndbandskveðja frá ungmennum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum
- Tölvuleikurinn Talerum og tengsl tungumála á Vestur-Norðurlöndum – Auður Hauksdóttir, prófessor emerita í dönsku við HÍ
- Notum íslenskuna óhikað – Kristinn Óli S. Haraldsson (Króli), listamaður
- Almannarómur og samrómur ungmenna – Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – miðstöðvar máltækni
- Ljóð um íslenskuna – Fríða Ísberg, rithöfundur og ein tilnefndra til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020
- Að vera innflytjandi á Íslandi: vangaveltur um máltöku, sjálfsmynd og viðhorf – Stefanie Bade, doktorsnemi og stundakennari við HÍ
- Hvað segi ég gott eftir fjögur ár á Íslandi? – Gedvinas Švarnas Gedminas, 16 ára menntaskólanemi
Kl. 18.30-19.00 verða örtónleikar á bókasafninu með færeyska tónlistarmanninum Janus Rasmussen sem tilnefndur er til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir verkið VÍN. Á undanförnum árum hafa Janus og Ólafur Arnalds myndað færeysk-íslenska tvíeykið Kiasmos. Lesa meira.
Bókasafn Norræna hússins býður upp á fjölbreytt úrval bóka og listaverka til láns eftir færeyska og grænlenska listamenn sem vakin verður sérstök athygli á í tilefni dagsins.
Í sýningarsalnum Hvelfingu, í kjallara hússins, er sýningin Undirniðri með þátttöku m.a. grænlensku listakonunnar Parma Brandt. Lesa meira.
Norræna húsið skipuleggur dagskrána í samvinnu við:
Færeysku ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík
Grænlensku ræðismannsskrifstofuna í Reykjavík
Norræna félagið
Mennta- og menningarmálaráðuneytið
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum
Vestnorræna ráðið
Time
(Wednesday) 12:30 - 19:00
Location
Norræna húsið