mars, 2020

Upplýsingar um Viðburð
Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræðingur í íslensku sem öðru tungumáli (ÍSAT), heldur vinnustofuna Samvinnunám, námsorðaforði og ritun í stofu 107 í Veröld - húsi Vigdísar þann 21. mars kl. 10-12. Þátttakendur fræðast um og fá
Upplýsingar um Viðburð
Hulda Karen Daníelsdóttir, sérfræðingur í íslensku sem öðru tungumáli (ÍSAT), heldur vinnustofuna Samvinnunám, námsorðaforði og ritun í stofu 107 í Veröld – húsi Vigdísar þann 21. mars kl. 10-12.
Þátttakendur fræðast um og fá þjálfun í samvinnunámsleiðum, flokkun námsorðaforða og ritun fjölbreytts texta.
Hulda Karen lauk MA-gráðu í annarsmálsfræðum frá University of Manitoba í Kanada og hefur starfað sem ÍSAT sérfræðingur undanfarin ár.
Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og engrar skráningar er krafist. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar, STÍL – Samtaka tungumálakennara á Íslandi og Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands.
Tími
(Laugardagur) 10:00 - 12:00
Staðsetning
Veröld - hús Vigdísar, stofa 107
Skipuleggjandi
STÍL - Samtök tungumálakennara á Íslandi, Vigdísarstofnun og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands