apríl, 2020

Upplýsingar um Viðburð
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir halda vinnustofuna Starfendarannsóknir í tungumálakennslu – kynning á ARC-verkefninu, í stofu 107 í Veröld - húsi Vigdísar þann 18. apríl kl. 10-12. ARC verkefnið byggir
Upplýsingar um Viðburð
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir halda vinnustofuna Starfendarannsóknir í tungumálakennslu – kynning á ARC-verkefninu, í stofu 107 í Veröld – húsi Vigdísar þann 18. apríl kl. 10-12.
ARC verkefnið byggir á þeirri sannfæringu að kennarar séu kjarninn í því ferli sem á sér stað í tungumálakennslunni. Verkefninu er ætlað að styðja kennara í evrópskum skólum við að nýta sér starfendarannsóknir til að þróa í starfi sínu ígrundun á þeim starfsháttum sem fram fara í kennslustofunni. Lögð er áhersla á aðferðir sem efla fagmennsku þeirra og sjálfstraust.
Sérhver kennari getur orðið rannsakandi á eigin starfsháttum og ígrundun á þeim. Kennarar verða að geta horft gagnrýnum augum á eigin kennslu, umhverfið, þátttöku nemenda og sjálfa sig. Kennsluhættir þróast einungis með síendurtekinni greiningu.
Vinnustofan er þátttakendum að kostnaðarlausu og engrar skráningar er krafist. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
Vinnustofur kennara eru samstarfsverkefni Vigdísarstofnunar, STÍL – Samtaka tungumálakennara á Íslandi og Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands.
Tími
(Laugardagur) 10:00 - 12:00
Staðsetning
Veröld - hús Vigdísar, stofa 107
Skipuleggjandi
STÍL - Samtök tungumálakennara á Íslandi, Vigdísarstofnun og Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands