august, 2019

Event Details
Vistaskipti, níunda samstarfsráðstefna Manitóbaháskóla og Háskóla Íslands verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar, 29.‒30. ágúst 2019. Í heitinu er vísað til þeirra fjölmörgu Íslendinga sem tóku sig upp og
Event Details
Vistaskipti, níunda samstarfsráðstefna Manitóbaháskóla og Háskóla Íslands verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar, 29.‒30. ágúst 2019. Í heitinu er vísað til þeirra fjölmörgu Íslendinga sem tóku sig upp og fluttu til Vesturheims með væntingar um betri tíð í brjósti.
Á ráðstefnunni er áherslan lögð á sögu, tungumál, bókmenntir og lífsreynslu íslenskra innflytjenda og afkomenda þeirra í Kanada. Frásagnir af landnemum á Íslandi til forna koma einnig við sögu og ferðalög íslenskra miðaldabókmennta um veröldina. En það eru fleiri þættir vistaskipta sem koma við sögu á ráðstefnunni og sem varða m.a. flóttamenn og hælisleitendur beggja vegna hafs í samtímanum, allt frá reynslu tiltekinna hópa af lagasetningu og pólitík til heimspekilegra pælinga um viðhorf fólks til þeirra sem finna sig í vistaskiptum og þar með í stigveldi ríkjandi samfélagskerfa. Einnig verður fjallað um hefðbundnar sögur frumbyggja Kanada sem varpa ljósi á ákveðnar hugmyndir um samastað á móður jörð.
Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar má finna hér
Time
29 (Thursday) 09:00 - 30 (Friday) 17:30
Organizer
Háskóli Íslands og Manitóbaháskóli