í Óflokkað
Margt var um manninn í Veröld – húsi Vigdísar þann 26. september, þegar Evrópski tungumáladagurinn var haldinn þar hátíðlegur í samstarfi við STÍL – samtök tungumálakennara á Íslandi. Grunnskólabörnum úr Landakotsskóla var boðið að taka þátt í tungumálaratleikjum og fengu kennslu í forngrísku auk þess sem Vigdís Finnbogadóttir, góðgerðarsendiherra UNESCO fyrir tungumál og fyrrum forseti Íslands, ræddi við þau um mikilvægi tungumálanáms og rifjaði upp frasa á ýmsum tungumálum. Deginum lauk með afar áhugaverðri málstofu um notkun tækni í tungumálakennslu þar sem reyndir tungumálakennarar miðluðu af reynslu sinni. Upptöku af málþinginu má nálgast HÉR.
Dagskráin var styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem ásamt þeim sem lögðu hönd á plóginn þennan dag, fá bestu þakkir fyrir.
 
Aðrar fréttir
X