Graham Paul, sendiherra Frakklands á Íslandi, sæmdi í dag Eyjólf Má Sigurðsson franskri heiðursorðu fyrir störf hans í þágu franskrar tungu. Athöfnin fór fram í bústað sendiherrans á Skálholtsstíg 6 að viðstöddum vinum og vandamönnum Eyjólfs.
Eyjólfur lauk M.A. prófi í kennslufræði tungumála frá Université Paris III Sorbonne Nouvelle árið 1996 og gegnir í dag stöðu forstöðumanns Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands.
Eyjólfur Már Sigurðsson ásamt konu sinni, Elizabeth Ortega, og Graham Paul, sendiherra Frakklands á Íslandi. Myndir: Margrét Sigurðardóttir.
Sjá nánar á facebook síðu Franska sendiráðsins á Íslandi hér.
Aðrar fréttir