í Óflokkað

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fær árlegt framlag frá Háskóla Íslands en auk þess hafa fyrirtæki, stofnanir og rannsóknar- og menninarsjóðir lagt stofnuninni lið. Til vinstri í veftré má sjá yfirlit yfir styrktaraðila og aðra styrki sem stofnunin hefur hlotið, eftir árum.

2015

Bakhjarlar stofnunarinnar á árinu 2015 var Arion banki sem styrkir stofnunina með tveggja milljón kr. framlagi samkvæmt samningi frá árslokum 2012, og fyrirtækin Íslandshótel, Landsbankinn, MP-banki, Promens og fasteignafyrirtækið Reginn sem styrkja Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur með einnar milljón króna árlegu framlagi, og Bláa lónið, Icelandair Group, Icelandic Group og olíufélagið N1 sem lögðu stofnuninni til 500.000 krónur í samræmi við samning sem gerður var árið 2013.

 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Halldórsson gaf Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum höfundarrétt og eignarrétt á heimildamyndinni Ljós heimsins frá árinu 2001 ásamt kvikmynduðu myndefni sem tekið var upp í tengslum við heimildamyndina. Ragnar kvikmyndaði myndina og var alfarið framleiðandi, leikstjóri og höfundur hennar.
Myndin er 70 mín að lengd og naut á sínum tíma styrks frá Kvikmyndasjóði Íslands. Það var amma kvikmyndagerðarmannsins, Jóna Kjartansdóttir, sem færði stofnuninni myndefnið föstudaginn 20. nóvember 2015, en Ragnar er búsettur erlendis. Heimildamyndin verður sett á stafrænt form og gerð aðgengileg til áhorfs á heimasíðu Vigdísar Finnbogadóttur, www.vigdis.is/. Hún mun einnig koma sér vel við hönnun sýningar um Vigdísi í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni sem nú er í byggingu við Suðurgötu.
 

 

 

Ásdís Thoroddsen, kvikmyndagerðarkona og framleiðandi, færði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf bókina Íslenzk-rússnesk orðabók sem gefin var út árið 1962 af Ríkisútgáfu orðabóka yfir erlendar og innlendar tungur í Moskvu. Valerij P. Bérkov ritaði bókina með aðstoð Árna Böðvarssonar. Orðabókin er 1032 bls. Í bréfi til stofnunarinnar dagsettu 11. október 2015 segir Ásdís að bókina hafi átt faðir sinn Sigurður S. Thoroddsen verkfræðingur sem lærði dálitla rússnesku þegar hann var settur í viðskiptanefnd á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar, líklega árið 1964. Nefnd þessi seldi Rússum síld, málningu og Álafoss-teppi. Einnig var verkfræðingurinn sendur í kynnisferð suður eftir Sovétríkjunum til að skoða stórvirkjanir í Dnépr og fleiri fljótum. Sigurður hafði allar götur síðan mikið yndi af rússnesku og rússneskum kvikmyndum.
 

Orð_eins_og_forðumSystkinin Elísabet og Kristín Bjarnadætur og Eiríkur og Vilhjálmur Bjarnasynir færðu í byrjun árs 2015 Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum bókagjöf úr safni föður síns, Bjarna Vilhjálmssonar, cand. mag., þjóðskjalavarðar. Um er að ræða dýrmætar orðabækur og önnur rit um danskt og íslenskt málfar sem eru kærkomin viðbót við bókakost Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Bækurnar munu sóma sér vel  í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni sem rísa mun á næstu misserum.

Bækurnar sem um er að ræða eru eftirfarandi :

 1. Björn Halldórsson. (1814). Lexicon islandico-latino-danicum. Ritstj. R. K. Rask. Fyrra hefti. Kaupmannahöfn: Apud J. H. Schubothum, Aulae Regiae Bibliopolam. 488 bls.
 2. Björn Halldórsson. (1814). Lexicon islandico-latino-danicum. Ritstj. R. K. Rask. Síðara hefti. Kaupmannahöfn: Apud J. H. Schubothum, Aulae Regiae Bibliopolam. 520 bls.
 3. Gunnlaugur O. Oddsen. (1819). Ordabók, sem inniheldr flest fágiæt, framandi og vandskilinn ord, en verda fyrir i dønskum bókum. Kaupmannahöfn: Þorsteinn E. Rangel. 184 bls.
 4. Jón Þorkelsson. (1876). Supplement til islandske ordbøger. Reykjavík: Einar Þórðarson. 639 bls.
 5. Konráð Gíslason. (1846). Um frum-parta íslenzkrar túngu í fornöld. Kaupmannahöfn: S. Trier. 242 bls.
 6. Konráð Gíslason. (1851). Dönsk orðabók með íslenzkum þýðingum. Kaupmannahöfn: Bianco Luno, hirðprentari. 596 bls.
 7. Magnús Jónsson. (1856). Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu til þess að skrifa íslenzku rjett og greinilega. Reykjavík: Prentsmiðja Íslands. 44 bls.
 8. Otto Jespersen. (1906). Stutt ensk mállýsing. Í íslenskri þýðingu Árna Þorvaldssonar og Böðvars Kristjánssonar. Reykjavík: Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar. 91 bls.
 9. Rasmus Kristian Rask. (1811). Vejledning til det islandske eller gamle nordiske sprog. Kaupmannahöfn: Hofboghandler Schubothes Forlag. 286 bls.
 10. Thorleif T. Evanths. (1917). Norsk og dansk handels-leksikon. Kristiania: H. Aschehoug & co (W. Nygaard). 655 bls.
 11. Orð eins og forðum. (1985). Greinasafn til heiðurs Bjarna Vilhjálmssyni sjötugum.
Aðrar fréttir
X