í Óflokkað

Viðhorf Kristjáns X til sjálfstæðis Íslands og lýsingar hans á Íslendingum – Dagbækur síðasta konungs Íslands

Laugardaginn 14. nóvember var haldið, í hátíðarsal Háskóla Íslands, málþing um tengsl Íslands og Danmerkur og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Fjallað var um nýjar rannsóknir á dagbókum Kristjáns X og hvaða mynd þær gefa af viðhorfum konungs til aukins sjálfstæðis Íslands og kynnum hans af  Íslendingum. Jafnframt var varpað ljósi á viðhorf Íslendinga til danskrar tungu á örlagatímum í samskiptasögu landanna.

Fyrirlesarar voru

  • Borgþór Kjærnested fræðimaður: Hvað skrifaði Kristján X um Ísland í dagbækur sínar?/ Hvad skrev Christian X om Island i sine dagbøger?
  • Auður Hauksdóttir prófessor í dönsku: Sjálfstæðisbaráttan og viðhorf Íslendinga til danskrar tungu./ Selvstændighedskampen og islændingenes holdninger til dansk sprog.
  • Dr. phil. Bo Lidegaard ritstjóri á Politiken: Kristján X og spurningin um sjálfstæði Íslands./ Christian X og spørgsmålet om Islands selvstændighed.

Málþingið var haldið í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að dönskukennsla hófst við Háskóla Íslands. Fyrir málþinginu stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í samvinnu við Sagnfræðistofnun og danska sendiráðið á Íslandi. Málþingið fór fram á dönsku.   

Sjá myndir frá málþinginu:

Aðrar fréttir
X