í Óflokkað

Pétur Knútsson lét af störfum sínum sem dósent í enskum málvísindum við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda í Háskóla Íslands haustið 2012 eftir 34 ár í starfi. Pétri til heiðurs og sem þakkarvottur fyrir frábæra samvinnu og samveru ákváðu samstarfsmenn hans að gefa út rit þar sem kæmu saman fræðigreinar sem tengdust þeim margvíslegu fræðasviðum sem hann hefur sinnt. 

Móttaka í tilefni af útgáfu greinasafnsins An Intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson/Festschrift til heiðurs Pétri Knútssyni var haldin miðvikudaginn 18. nóvember kl. 16-18 í Hannesarholti að Grundarstíg.Sjá myndir frá útgáfuhófinu.

Aðrar fréttir
X