í Óflokkað

Næstu daga munu hefjast framkvæmdir við byggingu húss fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu. Byrjað verður á að girða byggingarsvæðið af og mun því ljúka helgina 7.-8. mars. Við það munu lokast fjórar bílastæðaraðir á milli Brynjólfsgötu og gömlu Loftskeytastöðvarinnar, gangstígur frá Suðurgötu að norðurhlið Loftskeytastöðvarinnar ásamt gangstíg milli Brynjólfsgötu og VR I. Bent er á gangstíg sunnan gömlu Loftskeytastöðvarinnar og gangstétt með fram Suðurgötu.

Framkvæmdir munu standa yfir í átján mánuði. Áætluð verklok eru í október 2016.

Sé óskað eftir frekari upplýsingum má hafa samband við Gunnar Örn staðarstóra í gegnum netfangið gunnar@eykt.is og síma 822-4402. Jafnframt má koma til hans kvörtunum og ábendingum ef einhverjar eru.

Aðrar fréttir
X