í Fréttir, News, VIMIUC

Út er komin hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni, bókin Fríða og Dýrið – Franskar sögur og ævintýri fyrri alda.

Í Fríðu og Dýrinu er að finna úrval stuttra franskra bókmenntatexta  frá 12. til 18. aldar: ljóðsögur, fábyljur, dæmisögur, heimspekisögur, ævintýri, smásögur. Verkin eru eftir konur og karla og sýna fjölbreytni og grósku í ritun stuttra texta á þessu langa tímabili. Sögurnar eru af ólíkum toga, broslegar, háðskar, alvarlegar, siðbætandi, úr heimi ævintýrisins eða harmsögunnar, og veita forvitnilega innsýn í þann menningarheim sem þær spretta úr. Meðal höfunda eru Marie de France, Jean Bodel, Nicole Bozon, Bonaventure des Périers, Marguerite de Navarre, Madame de Lafayette, Madame d’Aulnoy, Charles Perrault, François Fénelon, Madame Leprince de Beaumont, Voltaire og Madame de Staël.

Ásdís R. Magnúsdóttir þýddi sögurnar úr frönsku og skrifaði inngang þar sem rakin er saga stuttra texta í Frakklandi á því tímabili sem bókin nær yfir og fjallað um helstu einkenni þeirrar bókmenntahefðar sem þau tilheyra. Kristín Guðrún Jónsdóttir ritstýrði.

Bókin er fáanleg hjá Háskólaútgáfunni og í öllum helstu bókaverslunum.

Aðrar fréttir
X