í Óflokkað

Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar Daðasonar skálds, færði Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf heildarútgáfu La Pléiade-bókaflokks Gallimard-bókaútgáfunnar á heildarsafni Marcels Proust, A la recherche du temps perdu. Einnig færði hún stofnuninni að gjöf bókina Poètes du XVIème siècle, frá sömu bókaútgáfu. Þar er um að ræða safn franskra ljóða frá 16. öld.

Í bréfi Guðnýjar segir m.a.: „…Sigfús hafði einlægan áhuga á frönskum bókmenntum, allt frá námsárunum í Frakklandi til hinsta dags. Í einni ferð okkar til Parísar keyptum við þessa frábæru útgáfu sem nú hefur fengið nýjan samastað við hæfi, 19 árum eftir andlát Sigfúsar…“

Kann stofnunin Guðnýju miklar þakkir fyrir þessa fallegu gjöf.

Aðrar fréttir
X