í Fréttir, News, Uncategorized @is

Ásta Ingibjartsdóttir, aðjunkt í frönsku, og Rósa Elín Davíðsdóttir, stundakennari í frönsku, fóru nýverið á námskeið í kennslumiðstöð (ENEAD) Sorbonne Nouvelle háskólans í París með stuðningi Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Eramsus+ menntaáætlunarinnar.

Þar skoðuðu þær tilhögun fjarkennslu og skipulag fjarnáms og stuðning við fjarnema. Sorbonne Nouvelle hefur langa reynslu af fjarkennslu á háskólastigi, og þá einkum kennslu erlendra mála og frönsku fyrir útlendinga. Þær Ásta og Rósa voru þrjá daga í kennslumiðstöðinni til að glöggva sig á ýmsum kennslufræðilegum áskorunum og lausnum í tengslum við fjarkennslu á háskólastigi. 


Á myndinni eru, talið frá vinstri: Maxime Pinard, aðstoðarmaður forstöðumanns ENEAD, Laura Corona Martinez, kennslufræðingur, Alba Simaku, kennslufræðingur, Ásta Ingibjartsdóttir, Rósa Elín Davíðsdóttir, Grégory Furmaniak, forstöðumaður ENAD

Aðrar fréttir
X