í Fréttir, News

Fyrirlestraröð Vigdísarstofnunar haustið 2020, Óravíddir tungumálanna, hefst með pallborðsumræðum um læsi þann 8. september, á alþjóðlegum UNESCO degi læsis. Í umræðunum, sem skipt verður í þrjár umferðir, taka þátt Sigurgrímur Skúlason, Auðun Valborgarson, Katrín Ósk Þráinsdóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir, Gunnhildur Harðardóttir, Þóra Björk Jónsdóttir og Inga Úlfsdóttir. 

Að venju verða tungumál í víðum skilningi viðfangsefni fjölbreyttrar dagskrár fyrirlestraraðarinnar í haust, þar sem fjallað verður um málvísindi, þýðingar og bókmenntir. Allir viðburðir fundaraðarinnar eru haldnir í Auðarsal, aðalfyrirlestrasal Veraldar – húss Vigdísar og hefjast kl. 16:30 á þriðjudögum. Aðgangur að öllum viðburðum raðarinnar er gjaldfrjáls.

Vigdísarstofnun býður allt áhugafólk um málefni tengd tungumálum hjartanlega velkomið á viðburði haustsins. Nánari upplýsingar um viðburðina má finna í viðburðadagatali stofnunarinnar og á facebook síðu hennar. 

Aðrar fréttir
X