í Fréttir, News, VIMIUC

Tungumál í víðum skilningi verða viðfangsefni fjölbreyttrar dagskrár fyrirlestraraðar Vigdísarstofnunar haustið 2021. Að þessu sinni munu tveir fyrirlesarar fjalla hverju sinni um ýmis málefni tengd tungumálum út frá mismunandi sjónarmiðum.

Viðburðirnir fara fram í Auðarsal í Veröld – húsi Vigdísar á þriðjudögum kl. 16:30-17:30. Gjaldfrjálst er á fyrirlestrana og allir velkomnir.

Dagskrá: 

26. október
„María Gavrílovna var alin upp á frönskum skáldsögum og var þar af leiðandi ástfangin“
Fyrirlesarar: Ásdís Magnúsdóttir og Rebekka Þráinsdóttir

2. nóvember
Lesið í hamfarir: Eldgos sem táknmyndir loftslagsbreytinga í skáldskap og vísindum
Fyrirlesarar: Auður Aðalsteinsdóttir og Magnús Tumi Guðmundsson

9. nóvember
Veröld hafsins: frá fiskabúrum til hvalveiða
Fyrirlesarar: Gísli Pálsson og Kristín Ingvarsdóttir

16. nóvember
Alls konar íslenska: nokkur atriði um íslensku vestan við haf og málnotkun nýrra Íslendinga
Fyrirlesarar: Matthew Whelpton og Stefanie Bade

23. nóvember
Listin að skynja og þýða heimsbókmenntir
Fyrirlesarar: Birna Bjarnadóttir og Gauti Kristmannsson

Aðrar fréttir
X