í Fréttir, News, VIMIUC

Fyrirlestraröð Vigdísarstofnunar vorið 2020, Óravíddir tungumálanna, fer af stað þann 21. janúar með fyrirlestri Dale Kedwards, nýdoktors við stofnunina, sem fjallar um hvaða sögu íslensku handritin segja um hugmyndir norrænna manna um stöðu þeirra í alheiminum.

Tungumál í víðum skilningi verða viðfangsefni fjölbreyttrar dagskrár fyrirlestra og pallborðsumræðna í vor, þar sem fjallað verður um málvísindi, þýðingar og bókmenntir. Allir viðburðir fundaraðarinnar eru haldnir í fyrirlestrasal Veraldar – húss Vigdísar og hefjast kl. 16:30 á þriðjudögum. Aðgangur er gjaldfrjáls og Vigdísarstofnun býður allt áhugafólk um málefni tengd tungumálum hjartanlega velkomið á viðburði vorsins. Upplýsingar um viðburðina má finna í viðburðadagatali stofnunarinnar og á facebook síðu hennar. 

Aðrar fréttir
X