í Óflokkað

Einn af athyglisverðustu dönsku rithöfundum samtímans, Ida Marie Hede, mun halda fyrirlestur um skáldskap sinn í Háskóla Íslands á morgun, miðvikudaginn 9. mars, kl. 11:40, í Lögbergi 103.

Ida Marie (f. 1980) er ung skáldkona sem vakið hefur athygli í Danmörku fyrir frumlegar tilraunir sínar á sviði skáldskaparins. Hún er með MA-gráðu í listasögu frá Kaupmannahafnarháskóla og lauk námi frá Höfundaskólanum árið 2008. Hún gaf út fyrsta verk sitt árið 2010, smáprósasafnið Seancer, og í kjölfarið lýsti danski gagnrýnandinn Lars Bukdahl henni sem „gífurlega hæfileikaríkri“.  Í fyrirlestri sínum mun Ida Marie tala um síðustu skáldsögu sína, Det kemiske bryllup frá 2013, og m.a. fjalla um galdur, kvennasamfélög og dulspekilega þekkingu, ekki síst hvernig þekking almennt sogast inn í afþreyingarmenninguna og er varpað út aftur í nýrri mynd. Tilraunakenndur stíll hennar og tækni sem fengin er að láni úr myndrænum miðlum á borð við kvikmyndir og myndlist gera hana að nýstárlegri rödd í dönskum samtímabókmenntum.

Gísli Magnússon, lektor í dönskum samtímabókmenntum, kynnir höfundinn.

Fyrirlesturinn fer fram á dönsku og er öllum opinn.

Aðrar fréttir
X