í Óflokkað

Mai Al-Nakib, rithöfundur og dósent í ensku og almennum bókmenntum við Háskólann í Kúvæt, heldur hádegisfyrirlestur og bókakynningu á vegum námsleiðar í Mið-Austurlandafræðum og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur fimmtudaginn 14. janúar kl. 12-13 í Háskóla Íslands.

Í fyrirlestri sínum fjallar skáldkonan um smásögur sínar sem gefnar voru út í bókinni The Hidden Light of Objects sem var fyrsta smásagnasafnið sem hlaut Edinburgh International Book Festival’s First Book Award árið 2014. Í smásögum sínum dregur hún upp myndir úr daglegu lífi í Mið-Austurlöndum í skugga stríða og trúarátaka; ástir unglinga, þrá eftir sjálfstæði, viðkvæmni hjónabandsins – og hluti sem geyma stórfenglegar minningar.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku fimmtudaginn 14. janúar kl. 12-13 í Háskóla Íslands. Nánari staðsetning verður auglýst síðar.

Aðrar fréttir
X