í Óflokkað

Linda Gray, prófessor, Global Studies, History and Culture við Union Institute & University í Vermont í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur um aldalanga baráttu Úkraínu-búa til að hlúa að og varðveita tungumál sitt og menningu. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, prófessor í enskum bókmenntum, kynnir fyrirlesarann.

Fyrirlesturinn fer fram þriðjudaginn 15. mars kl. 16-17 í stofu 101 í Lögbergi og verður fluttur á ensku.

Linda Gray er bandarískur fræðimaður sem dvelur við rannsóknir og fræðistörf á Íslandi á vegum Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og William J. Fulbright-stofnunarinnar í Bandaríkjunum.

Allir eru velkomnir.
 

Aðrar fréttir
X