í Óflokkað

Í dag 10. september var haldinn fyrsti fundur í stjórn Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar.

Á fundinum var tekin ákvörðun um að fyrstu árin í starfsemi Vigdísarstofnunar yrðu helguð tungumálum og menningu á Vestur-Norðurlöndum; annars vegar rannsóknum á tungumálum og menningu og hins vegar þekkingarmiðlun.

Stjórnina skipa Alfredo Perez de Armiñán, aðstoðarframkvæmdastjóri UNESCO fyrir menningarmál, tilnefndur frá UNESCO, Eiríkur Smári Sigurðsson, rannsóknastjóri við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, tilnefndur frá íslensku UNESCO-nefndinni, Guðrún Kvaran, prófessor emerita í íslensku, tilnefnd frá mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Hauksdóttir, formaður, prófessor í dönsku, Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum, og Þórhallur Eyþórsson, prófessor í málvísindum við námsleið í ensku, öll þrjú tilnefnd frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Rochelle Roca-Hachem sérfræðingur sat fjarskiptafundinn úr höfuðstöðvum UNESCO í París fyrir hönd aðstoðarframkvæmdastjórans fyrir menningarmál.

Aðrar fréttir
X