í Óflokkað

Dagana 21.-25. nóvember 2016 kom til landsins sjö manna sendinefnd frá Jagiellonian-háskóla í Krakov í Póllandi í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda og koma á samstarfi milli háskólanna. Í hópnum voru fjórir enskukennarar, einn spænskukennari og tveir starfsmenn úr stjórnsýslu háskólans.

Meðlimir sendinefndarinnar voru:
1.    Alicja Waligóra-Zblewska, kennslustjóri og dósent í ensku
2.    Jolanta Rutkowska, lektor í ensku
3.    Magdalena Klimala, verkefnisstjóri
4.    Małgorzata Kwiatkowska, verkefnisstjóri
5.    Małgorzata Kręcioch, lektor í spænsku
6.    Jolanta Śniechowska, dósent og greinarformaður í ensku
7.    Maciej Wzorek, lektor í ensku, verkefnisstjóri viðskiptaensku

Meðlimir sendinefndarinnar fengu að sitja í tíma hjá Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku, Mami Nagai, sendikennara í japönsku, og Moniku Sienkiewicz, stundakennara í pólsku, og áttu fundi með eftirfarandi starfsmönnum háskólans: Auði Hauksdóttur, prófessor í dönsku og forstöðumanni SVF, Guðrúnu Björku Guðsteinsdóttur, prófessor og greinarformanni í ensku, Erlendínu Kristjánsdóttur, stundakennara í ensku, Eiríki Smára Sigurðarsyni, rannsóknastjóra Hugvísindasviðs, Eyjólfi Má Sigurðssyni, forstöðumanni Tungumálamiðstöðvarinnar, Bernharð Antoniussen, verkefnisstjóra Deildar erlendra tungumála, bókmennta og menningar, og Guðrúnu Kristinsdóttur, verkefnisstjóra SVF.
 

Aðrar fréttir
X