í Óflokkað

Föstudaginn 15. maí 2015 færði Japan-Iceland Association Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf glerlistaverk í tilefni 25 ára afmælis félagsins. Ástráður Eysteinsson, prófessor og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, veitti listaverkinu viðtöku fyrir hönd stofnunarinnar.

Afhending listaverksins fór fram við viðhöfn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands að viðstöddum fulltrúum japansk-íslenska félagsins, japanska sendiráðsins og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Aðrar fréttir
X