í Óflokkað

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur verður efnt til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi sunnudagsins 28. júní.

Hátíðin fer fram við Arnarhól og af þeim sökum er óhjákvæmilegt að takmarka umferð um miðborg Reykjavíkur.

Götulokanir verða sem hér segir: 
1.  Lokun á vinstri beygju af Kalkofnsvegi frá austri inn á Lækjargötu – frá kl. 16.00-22.00
     Aðeins ein akrein á Lækjargötu til suðurs opin frá 06.00-16.00
2.  Lokun á hægri beygju af Kalkofnsvegi frá vestri inn á Lækjargötu – frá kl. 16.00-22.00
     Aðeins ein akrein á Lækjargötu til suðurs opin frá 06.00-22.00
3.  Lokun á Lækjargötu frá Hverfisgötu til norðurs – frá kl. 16.00-22.00
4.  Lokun á Hverfisgötu til vesturs frá Ingólfsstræti – frá kl. 16.00-22.00
5.  Lokun á Lækjargötu til norðurs við Bankastræt – frá kl. 16.00-22.00
6.  Lokun á Amtmannsstíg við Lækjargötu – frá kl. 16.00-22.00
7.  Lokun á Lækjargötu til norðurs við Vonarstræti – frá kl. 16.00-22.00

Öll umferð um Lækjargötu til suðurs er opin frá Tryggvagötu.

Þessu er hér með komið á framfæri í þeirri von að takmarkanir á umferð valdi ekki vegfarendum óþarfa óþægindum.

Aðrar fréttir
X