í Óflokkað

 

Á Japanshátíð sem fór fram  laugardaginn 28. janúar á Háskólatorgi veitti sendiherra Japans á Íslandi, Yasuhiko Kitagawa, viðurkenningu utanríkisráðuneytis Japans, Foreign Minister’s Commendatons for FY 2016.

Viðurkenningin er veitt fyrir framúrskarandi árangur á alþjóðlegum vettvangi í að koma á vinskap og auka gagnkvæman skilning milli Japan og annarra þjóða.

Það var Gunnella Þorgeirsdóttir, lektor og greinarformaður í japönsku við Háskóla Íslands, sem hlaut þessa viðurkenningu.

Gunnella lauk doktorsnámi í Austur-Asíufræðum frá Sheffield-háskóla í Englandi árið 2015 og meistaraprófi í þjóðfræði við sama skóla árið 2006. Doktorsritgerð hennar fjallar um hjátrú og helgisiði tengda meðgöngu í japönsku samfélagi og nam Gunnella við Kokugakuin-háskóla í Tókýó á árunum 2006-2008 meðan á rannsókninni stóð.
Aðaláherslur í rannsóknum hennar eru japanskir þjóðhættir og hátíðir, þjóðfræði samtímans, flökkusagnir og kímnigáfa.

Til hamingju Gunnella!

 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Aðrar fréttir
X