í Óflokkað

Alexander B. Alexiev, prófessor í kínverskum málvísindum og greinarformaður kínverskra fræða við Háskólann í Sofiu – „St. Kliment Ohridski“ í Búlgaríu, heldur fyrirlestur á vegum Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum um kínverska kímnigáfu.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 9. mars kl. 12-13 í stofu 102 í Gimli í Háskóla Íslands og verður fluttur á ensku. Allir eru velkomnir.
 

Aðrar fréttir
X