í Óflokkað

Kæru tungumálakennarar.

Að venju standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og STÍL – samtök tungumálakennara á Íslandi í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið fyrir hátíðardagskrá í tilefni af Evrópska tungumáladeginum hinn 26. september nk. Dagskráin fer fram í Veröld – húsi Vigdísar og hefst kl. 16.00. Þar munu fyrrverandi og núverandi tungumálakennarar fjalla um stöðu tungumálakennslu hér á landi fyrr og nú og hvaða tækifæri og áskoranir þeir stóðu/standa frammi fyrir. Kórinn Vox Feminae syngur og boðið verður upp á léttar veitingar í lok dagskrár.

Allir núverandi og fyrrverandi tungumálakennarar eru hjartanlega velkomnir. Nánari dagskrá verður send á næstu dögum.

Aðrar fréttir
X