Cafe Lingua er gátt inn í mismunandi menningarheima og er tilvalinn vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína og hafa áhuga á að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Markmið Cafe Lingua er að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands og hafa auðgað mannlíf og menningu. Fólk með íslensku sem annað mál fær tækifæri til þess að tjá sig á íslensku sem og að kynna móðurmál sitt fyrir öðrum. Viðburðir haustsins fara fram í menningarhúsum Borgarbókasafnsins, í Veröld – húsi Vigdísar og í Stúdentakjallara Háskóla Íslands.
Allir sem hafa áhuga á tungumálum og vilja leggja sitt af mörkum til tungumálalandslags Reykjavíkur eru velkomnir. Þátttaka ókeypis.
Café Lingua er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins og Veraldar.
Samstarfsaðilar ágúst – desember 2017:
Mála – og menningardeild, íslenska sem annað mál, rússneska og Rússlands-og Austur-Evrópufræði og nemendafélögin Linguae og Huldumál við Háskóla Íslands, Íslenskuþorpið, Filippseyingar búsettir á Íslandi og „Múltíkúltíkórinn”, fjöltyngdur kór kvenna.
Ágúst
Fimmtudagur 17.8, kl. 17.00
Veröld – hús Vigdísar
Fjölbreytileiki tungumála og tungumál í útrýmingarhættu.
Hversu mörg tungumál eru í heiminum? Hvernig eru þau skyld? Hversu lík eða ólík eru þau? Hvernig hafa þau þróast eða munu þróast í framtíðinni? Hvað gerist þegar tungumál blandast?
Sebastian Drude, forstöðumaður Vigdísarstofnunar, mun svara þessum spurningum. Hann mun einnig fjalla um fjölbreytileika tungumála og tungumál í útrýmingarhættu, hvernig tungumál hverfa og af hverju.
September
Fimmtudagur 8.9, kl. 17.00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Rússnesk tunga og menning
Hvað ætli það búi margir á Íslandi sem kunna rússnesku? Og hversu margir tala rússnesku í heiminum? Rætt verður um rússneska tungu og menningu og nemendur og kennarar í rússnesku og austur-evrópufræðum við Háskóla Íslands munu kynna nýtt diplómanám sem hefst núna í haust.
Fimmtudagur 14. 9, kl. 18.00
Stúdentakjallarinn
*Stefnumót tungumála
Viltu kynnast einhverjum sem talar reiprennandi tungumálið sem þú ert að læra? Viltu deila þínu eigin móðurmáli með einhverjum sem er að reyna að ná tökum á því? Einstakt tækifæri til að kynnast nýjum menningarheimum og heimsborgurum í Reykjavík í notalegu umhverfi og æfa sig í tungumálum í leiðinni. Í haust verða öll stefnumót tungumála haldin í Veröld og í Stúdentakjallaranum.
Fimmtudagur 28.9, kl. 17.00
Veröld – hús Vigdísar
*Stefnumót tungumála
Október
Fimmtudagur 5.10, kl. 17.00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlan
Fjársjóður tungumála Filippseyjar
Vissir þú að í Filippseyjum eru töluð 170 tungumál?
Á þessum viðburði veita Filipseyingar á Íslandi gestum innlit í tungumál og menningu landsins.
Fimmtudagur 12.10, kl. 18.00
Stúdentakjallarinn
*Stefnumót tungumála
Fimmtudagur 26.10, kl. 17.00
Veröld – hús Vigdísar
*Stefnumót tungumála – Polyglot
Hvað er það að vera “Polyglot”? Langar þig að hitta manneskju sem talar fjölda tungumála? Þátttakendur í árlegri ráðstefnu fjöltyngdra, sem verður nú haldin í Hörpu dagana 28.-29. október, munu taka þátt í þessu stefnumóti tungumála. Richard Simcott, skipuleggjandi ráðstefnunnar, ætlar að spjalla um ráðstefnuna og ýmislegt sem henni við kemur. Richard er þekktur innan samfélags fjöltyngdra og utan sem „hyperpolyglot“, en hann talar um 20 tungumál. Sjá nánar um ráðstefnuna hér: www.polyglotconference.com
Nóvember
Fimmtudagur 9.11, kl. 18.00
Stúdentakjallarinn
*Stefnumót tungumála
Fimmtudagur 16.11, kl. 17.00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðuberg
Dagur íslenskrar tungu
Á degi íslenskrar tungu fögnum við íslenskunni í öllum þeim hljómbrigðum sem finna má í Reykjavík með því að leitast svara við spurningunum„ Hvað gerir íslensk tunga fyrir þig? ” og „Hvað gerir þú fyrir íslenska tungu?“
Fimmtudagur 23.11, kl. 17.00
Veröld – hús Vigdísar
*Stefnumót tungumála
Desember
Fimmtudagur 14.12, kl. 17.00
Veröld – hús Vigdísar
Heimsins jól
Hátíðarstemning þar sem Múltíkúltíkórinn, fjöltyngdur kór kvenna, og gestir syngja saman jólalög frá ýmsum löndum undir stjórn Margrétar Pálsdóttur.