í Fréttir, News, VIMIUC

Fulltrúar Tokai háskóla í Tokyo, Japan, heimsóttu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í dag, í Veröld – húsi Vigdísar.  Samstarf Tokai háskóla og stofnunarinnar voru rædd á fundinum, varðandi kennara- og nemendaskipti , rannsóknir, þýðingar, menningarviðburði og tungumálakennslu.

Frá vinstri: Yuriko Shibayama, lektor í Tokai háskóla, Koji Nakamura, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu Tokai háskóla, Branislav Bédi, verkefnastjóri Alþjóðaskrifstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Kiyoshi Yamada, rektor Tokai háskóla, Gunnella Þorgeirsdóttir, lektor í japönsku við Háskóla Íslands og Birna Arnbjörnsdóttir, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

 

 

 

 

 

Aðrar fréttir
X