Heimsókn menningar- og viðskiptaráðherra

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra heimsótti í dag Háskóla Íslands og fékk kynningu á starfi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar í Veröld – húsi Vigdísar.

Meðal þeirra verkefna Vigdísarstofnunar sem voru kynnt ráðherra er Alþjóðlegur áratugur frumbyggjamála á vegum UNESCO en í kjölfar þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að helga árin 2022-2032 þeim málaflokki var ákveðið að stofnunin mynda gera slíkt hið sama.

Einnig var rætt um fyrirhugaða sýningu í Loftskeytastöðinni sem helguð verður ævi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur auk þess sem sýningin Mál í mótun var skoðuð. 

Myndir: Kristinn Ingvarsson