í Óflokkað

Hanna Jensens formaður Menningarmálanefndar Lögþings Færeyinga (t.h. á myndinni) og 5 aðrir nefndarmenn:  Bjørn Kalsø, Kristianna W. Poulsen, Jónleif Johannesen, Óluva Klettskard ogKatrin Kallsberg, ásamt ritara nefndarinnar Høgni Joensen heimsóttu Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur mánudaginn 19. september sl.  

Á málþingi í Safnahúsinu bauð Vigdís Finnbogadóttir gestina velkomna  og þakkaði Færeyingum fyrir mikilvægan stuðning við stofnunina og þá sérstaklega rausnarlegt framlag Lögþingsins og færeyskra fyrirtækja árið 2010 til nýbyggingar Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, sem nú er að rísa. 

Auður Hauksdóttir, forstöðumann Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, kynnti starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og samstarf við færeyska fræðimenn. Í máli hennar kom fram að stjórn Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar hefur ákveðið að leggja áherslu á tungumál og menningu á Vestur-Norðurlöndum á fyrstu árum starfsemi Vigdísarstofnunar. Í því felast kærkomin tækifæri til frekara samstarfs við Færeyjar á þeim vettvangi, en fræðimenn frá Fróðskaparsetri Færeyja hafa tekið þátt í mörgum  rannsóknarverkefnum sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur hefur átt frumkvæði að eða verið þátttakandi í. Menningamálanefndin lýsti yfir mikilli ánægju sinni með samstarfið og lýsti áhuga sínum á að efla það enn frekar.

Aðrar fréttir
X