í Fréttir, VIMIUC

Nýr formaður STÍL – Samtaka tungumálakennara á Íslandi er Hólmfríður Garðarsdóttir. Hólmfríður er prófessor við Mála- og menningardeild, á Hugvísindasviði Háskóla Íslands og starfandi vísindamaður innan raða Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Hólmfríður hefur sinnt spænskukennslu á öllum skólastigum (utan grunnskólastigs) um árabil og tekið virkan þátt í starfssemi Félags spænskukennara og STÍL. Hún lauk doktorsprófi frá Texasháskóla í Austin árið 2001 og hefur flutt erindi og fyrirlestra á ráðstefnum víða um heim, auk þess að þýða og gefa út fjölda fræðigreina á spænsku, ensku og íslensku. Hólmfríður tekur við formennsku STÍL af Petrínu Rós Karlsdóttur.

 

 

Aðrar fréttir
X