í Óflokkað

Frétt mbl: Góður gang­ur er í fram­kvæmd­um við hús Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur á horni Suður­götu og Brynj­ólfs­götu í Reykja­vík. Auður Hauks­dótt­ir pró­fess­or, for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir að ör­litl­ar taf­ir hafi þó orðið á fram­kvæmd­um.

Taka átti húsið í notk­un í októ­ber á þessu ári, en það frest­ast til ára­móta. „Það þýðir að kennsla hefst ekki í hús­inu fyrr en haustið 2017, en starfs­menn flytja þó inn og hefja und­ir­bún­ing að sýn­ing­um og ann­arri starf­semi,“ seg­ir Auður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Í gær und­ir­rituðu for­svars­menn ell­efu stórra fyr­ir­tækja úr ís­lensku at­vinnu­lífi og Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, samn­inga um veg­lega styrki til stofn­un­ar­inn­ar. Fyr­ir­tæk­in eru Lands­bank­inn, Icelanda­ir Group, Radis­son Blu Hót­el Saga, Ari­on banki, Al­vo­gen, Bláa lónið, Kvika, Reg­inn, Íslands­banki, Íslands­hót­el og N1. Styrk­irn­ir eru all­ir nema einn til þriggja ára og nema ár­leg fram­lög frá 500 þúsund­um til tveggja millj­óna króna.

Myndatexti: Fram­kvæmd­ir við hús Stofn­un­ar Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur hafa gengið hratt fyr­ir sig frá því fyrsta skóflu­stung­an var tek­in 8. mars í fyrra. mbl.is/​Golli

Aðrar fréttir
X