í Fréttir, News, VIMIUC

©Kristinn Ingvarsson

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2019. Jón Ólafsson prófessor í menningarfræði og rússnesku hlýtur öndvegisstyrk til verkefnisins Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Tekist á um borgaraþátttöku, vald stofnana og sameiginleg gæði.

Í verkefninu er leitast við að rannsaka þá lærdóma sem draga má af íslenska stjórnarskrárferlinu sem hófst árið 2010. Fjallað er um vinnu Stjórnalagaráðs, sem afhenti Alþingi drög að nýrri stjórnarskrá árið 2011, og sömuleiðis um tilraunir til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á árunum 2018 til 2025. Einnig eru fræðilegar forsendur þessarar endurskoðunar teknar til rækilegrar skoðunar. Verkefnið sameinar nákvæma rannsókn á vinnu Stjórnlagaráðs og umræðu um þær kenningar á sviði rökræðulýðræðis og þekkingarmiðaðs lýðræðis sem lágu að baki þessari vinnu auk þess sem Stjórnlagaráð hefur haft áhrif á kenningarnar sjálfar. Þessi bakgrunnur er svo nýttur til að fylgjast með og fjalla um yfirstandandi tilraunir til að hafja endurskoðun stjórnarskrár á nýjan leik með aðkomu almennings.

Lista yfir úthlutun styrkja Rannsóknasjóðs í ár, má sjá á vefsíðu Rannís.

Aðrar fréttir
X